Langhe, Piemonte
22. júní - 2. júlí
Ógleymanleg ferð þar sem hágæða golfi, rafhjólaferðum og matarupplifun er tvinnað saman. Langhe og Monferrato eru á heimsminjaskrá Unesco og það ekki að ástæðalausu!
Verð
489.000 kr.
Sætafjöldi
16 sæti í boði
Dagafjöldi
11 dagar - 10 nætur
Hið einstaklega fallega umhverfi í Langhe og Monferrato er fullkomið fyrir þau sem vilja sameina þau áhugamál að spila golf og hjóla.
Á Margara Golf and Country Club er a finna tvo golfvelli sem hafa m.a. hýst 2 Ladies Italian Opens og 22 European Challenge Tours
Glauco Lolli Ghetti er 18 holur, par 72 og er frekar opinn. Há eikartré við hverja braut með útsýni yfir Monferrato hæðirnar.
La Guazzetta er 18 holur, par 72, nútímalegri hönnun með opnari brautir en fleiri vatnshindranir.
Að hjóla um Langhe er algjör draumur. Vínekrur svo langt sem augað eygir, litlir miðaldabæir sem blasa við á toppum hæðanna og í fjarska gnæfa Alpafjöllin.
Vegirnir liðast mjúklega upp og niður og þó að brekkurnar geti verið smá krefjandi, eru þær þess virði, sérstaklega þegar næsta kaffihús eða sælkerastopp er handan við hornið.
Verðið miðast við einstakling í tveggja manna herbergi. Fyrir þau sem vilja dvelja í einstaklingsherbergi bætast 120þ kr. við heildarkostnað.
Innifalið:
Beint flug með Icelandair til Mílanó (MXP) og til baka. 23kg taska, golftaska & 10kg handfarangur.
Öll gisting, gistináttagjald og morgunverður á hótelum.
Allur akstur í skv. dagskrá, afþreying, vallargjöld og 2
Allur matur og drykkir í Casa Maja og hádegisverður á heslihnetubúgarði.
Rafhjól og hjálmur þá daga sem hjólað er.
Ekki innifalið:
Ferðatryggingar.
Valkvæðar ferðir og upplifanir.
Golfbíll
Dagskrá
Þú getur tryggt þér sæti í þessa ferð strax með því að greiða staðfestingargjaldið hér að neðan.
Við höfum svo samband um hæl og sendum upplýsingar um framhaldið.



